Hverfið mitt 2016

Helstu upplýsingar um Hverfið mitt 2016. Allar helstu upplýsingar um hugmyndasöfnunina, uppstillingu kjörseðla og hverfakosningarnar. Allt frá fjölda hugmynda sem voru sendar inn yfir í kosningaþátttöku hverfa Reykjavíkur.

Hugmyndasöfnun og yfirferð

Hugmyndasöfnun fyrir verkefnið Hverfið mitt fór fram dagana 25. maí til 15. júní 2016. Alls bárust 911 hugmyndir inn í allri Reykjavík. Líkt og áður var öllum heimilt að skila inn hugmynd og voru hugmyndasmiðir hvattir til að skila vel unnum hugmyndum inn í samræmi við forsendur hugmyndasöfnunarinnar. Þetta var í fimmta skiptið sem hugmyndasöfnunin fór fram.

Að lokinni hugmyndasöfnun tók við mat fagteymis Reykjavíkurborgar sem samanstendur m.a af fulltrúum frá samgöngudeild og deild opinna svæða, sérfræðingum í lýsingarmálum, göngustígum og götum og garðyrkjustjóra ásamt því að þegar upp komu verkefni sem kröfðust enn frekara sérfræðiálits var haft samband við viðeigandi sérfræðinga.

Að hugmyndamati loknu fundaði hverfisráð með starfsfólki borgarinnar um mat þeirra á innsendum hugmyndum í hverfinu. Hverfisráð stilla að því loknu allt að 20 hugmyndum upp í kosningu í hverfinu, og taka við það mið af dreifingu verkefna um hverfið og fjölbreytileika bæði verkefna og þeirra hópa sem verkefnin eru líkleg til að gagnast best.

Kosning

Kosning í Hverfið mitt hófst svo þann 3. nóvember og lauk þann 18. nóvember 2016. Á kjörskrá voru 99.034 íbúar en af þeim kusu 9.292. Kosningaþátttakan var því 9.4% og hækkar úr 7.3% árið 2015 þegar fjöldi kjósenda var 6.496. Alls voru kosin 122 verkefni í allri Reykjavík sem komu til framkvæmda á árinu 2017.
Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem hlutu kosningu í öllum hverfum Reykjavíkur.

Árbær og Norðlingaholt 2016

 • Endurnýja gangstéttar við Rofabæ
 • Snjóbræðsla í stíg hjá Árbæjarlaug
 • Drykkjarfontur á krossgötur í Elliðaárdal
 • Fleiri bekki í hverfið
 • Lagfæra svæðið á milli kirkju og skóla
 • Gönguleið  við Fylkissel
 • Upplýsingaskilti um gömlu þjóðleiðina
 • Betri lýsing á göngustíg meðfram Höfðabakka frá Bæjarhálsi að Elliðaárdal
 • Betri gönguleið frá Viðarási að Reykási
 • Leiktæki fyrir yngri börn í Norðlingaholti
 • Innskotsstæði við Björnslund
 • Betri göngustíg frá Búðavaði að malarstíg
 • Barnvænar ruslatunnur

Breiðholt 2016

 • Fleiri ruslastampa í hverfið
 • Hreinsa tjörnina í Seljahverfi
 • Fjölskyldusvæði í efra Breiðholti
 • Fegra Markúsartorg við Gerðuberg
 • Lagfæra gangstéttar við Vesturberg
 • Áningarstaður í Seljahverfi
 • Dvalarsvæði fyrir unga fólkið
 • Torg á horni Seljabrautar og Engjasels
 • Lagfæra krappa beygju í Elliðaárdal
 • Þrautabraut og klifurtæki á opið svæði í Bökkunum
 • Gróðursetja meðfram Stekkjarbakka gegnt Mjódd
 • Fegra opið svæði við Dverga- og Blöndubakka
 • Stígur á milli Dverga- og Arnarbakka
 • Fleiri hjólastandar í hverfið
 • Merkja götur við göngu- og hjólastíga í Bökkunum
 • Gönguleið í beygjunni við Arnarbakka
 • Bæta leiksvæðið við Unufell

Grafarholt og Úlfarsárdalur 2016

 • Ruslastampa við Reynisvatn
 • Fleiri bekki og ruslafötur við stígana í dalnum
 • Frisbígolf í Leirárdal
 • Gróðursetja víða í Grafarholtinu
 • Bekkir á Kristnibraut og Gvendargeisla í átt að Reynisvatni
 • Rækta upp svæðið í kringum hringtorg við Biskupsgötu
 • Barnvænar ruslatunnur

Grafarvogur 2016

 • Ný vatnsrennibraut  í sundlaug Grafarvogs
 • Fjölga ruslastömpum í hverfinu
 • Leiktæki fyrir yngri börn við Gufunesbæ
 • Gróðursetja á svæðið við Spöng
 • Fleiri bekki við göngustíga
 • Fleiri ungbarnarólur í hverfið
 • Bekkur við útsýnisspjald við Melaveg
 • Skógrækt við Gufunesbæ
 • Tengja göngustíga við Rimaskóla
 • Gróðursetning við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar
 • Útiæfingatæki
 • Gera göngustíga úr botnlöngum í Vættaborgum
 • Pétanque völlur við Gufunesbæ
 • Bekkur í Fjölnislitum

Háaleiti og Bústaðir 2016

 • Fjölga ruslastömpum í hverfinu
 • Laga þrep og stíg við Bústaðaveg og Austurgerði
 • Mála listaverk á Réttarholtsskóla
 • Söguskilti um hitaveitustokkinn
 • Dvalarsvæði í Grundargerðisgarði
 • Fleiri bekki í Háaleitishverfið
 • Ungbarnarólur með foreldrasæti
 • Endurgera stíg milli Kúrlands og Bústaðavegar
 • Gróðursetja á valin svæði í Fossvogsdal
 • Gera dvalarsvæði á opnu svæði við Hvassaleiti 1-9
 • Fegra og bæta leiksvæði í Úlfaskógi
 • Gangbrautarljós yfir Háaleitisbraut við Lágmúla

Hlíðar 2016

 • Bæta öryggi vegfarenda við undirgöngin við Hlíðarenda
 • Bekkir og ruslafötur í Öskjuhlíð
 • Fleiri bekki við gönguleiðir í hverfinu
 • Hringtorg á Rauðarárstíg við Flókagötu
 • Lagfæra net og setja lægri körfur á Klambratúnsvellinum
 • Lagfæra göngustíg um Veðurstofuhæð
 • Upphækkuð gönguleið í Hamrahlíð við Stigahlíð
 • Gangbrautarljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð
 • Pétanque völlur á Klambratún
 • Fegra svæðið umhverfis Eskihlíð 2-4

Kjalarnes 2016

 • Borð og bekki fyrir utan Fólkvang
 • Hrein fjara
 • Fegra innkomuna í hverfið
 • Matjurtagarðar við Fólkvang
 • Snúningstæki og fleiri tæki á leiksvæðið við Esjugrund
 • Fleiri hjólastandar í hverfið
 • Reykjavíkurskilti
 • Listaverk - Reykjavíkuraugun
 • Listaverk – Laupurinn

Laugardalur 2016

 • Útigrill í Laugardalinn
 • Heit vaðlaug í Laugardalinn
 • Endurnýja gangstétt milli Leiru- og Rauðalækjar
 • Körfuboltakarfa við Ljósheimaróló
 • Ungbarnarólur á Ljósheimaróló
 • Gróðursetja við Laugarnesveg
 • Endurbæta leikvöll milli Bugðu- og Rauðalækjar
 • Hringtorg, Kirkjusandur- Laugarnesvegur
 • Gróðursetja við hljóðmön
 • Gróðursetja tré á Sæbraut
 • Útiaðstaða og bókaskápur við Sólheimasafn
 • Fallegri lokun Rauðalækjar
 • Hærri upphífingarstangir í Laugardalinn
 • Dvalarsvæði við Rauðalæk
 • Hraðavaraskilti á Gullteig

Miðborg 2016

 • Fleiri ruslastampa í Miðborgina
 • Fleiri bekki í Miðborgina
 • Heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn
 • Bæta útigrillin í Hljómskálagarðinum og setja þak yfir þau

Vesturbær 2016

 • Leggja göngu- og hjólastíg aftan við Olís Ánanaust
 • Bæta og fegra skúrana við Ægisíðu
 • Betri lýsingu á stíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar
 • Ný gangstétt og hjólavísar á Birkimel
 • Ljóð sem birtast í rigningu
 • Betri sparkvelli á Ægisíðu og Sörlaskjóli
 • Sleðabrekka á Lynghagaróló
 • Gangbrautarljós yfir Ánanaust
 • Ungbarnarólur með foreldrasæti
 • Drykkjarfontur á Eiðsgranda
 • Lengja gangstétt milli Ála- og Flyðrugranda