Breiðholt

Í Breiðholti er lögð áhersla á öflugt hverfastarf þar sem samskipti kynslóðanna og fjölbreytni mannlífsins eru í fyrirrúmi. Hverfið státar af öflugu skóla- og íþróttastarfi, Borgarbókasafni - Menningarhúsinu Gerðubergi og verslunarmiðstöðinni Mjódd svo sitthvað sé nefnt. Í hverfinu má einnig finna íþróttafélögin ÍR, Leikni og Sundfélagið Ægir.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?

Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
  • Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
  • Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
  • Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
  • Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
  • Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
  • Vera á verksviði borgarinnar
  • Vera á opnu svæði í borgarlandinu
  • Vera í samræmi við lög og reglur

Leita að hugmyndum

Hér getur þú séð þær hugmyndir sem hlutu kosningu í þínu hverfi.