Hugmyndasöfnun

Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2022-2023 fór fram frá 22. september til 27. október 2022. Kosningar á milli hugmynda fóru svo fram 14. til 28. september 2023. Næsta hugmyndasöfnun fer fram haustið 2024. Hér finnur þú allar upplýsingar um það hvernig þú getur sent inn hugmynd í Hverfið mitt. 

Hvernig sendi ég inn hugmynd?

Þú sendir inn hugmynd hér á Hverfið mitt vefnum. Þegar hugmynd er sett inn á vefinn þarf að velja hverfi og passa að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing séu skýr. Hægt er að setja inn hugmynd í hvaða hverfi borgarinnar sem er, óháð búsetu. Einnig geta íbúar kynnt sér hugmyndir annarra, rökrætt þær og gefið þeim endurgjöf.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?

  • Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
  • Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
  • Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
  • Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
  • Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
  • Vera á verksviði borgarinnar
  • Vera á opnu svæði í borgarlandinu
  • Vera í samræmi við lög og reglur

Hvað verður um hugmyndina mína eftir hugmyndasöfnun?

Þegar hugmyndasöfnun lýkur er komið að yfirferð hugmynda. Þar er farið yfir allar innsendar hugmyndir og metið hvort þær falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.  Eftir yfirferðina fer fram uppstilling kjörseðla þar sem 25 hugmyndir eru valdar til að fara áfram í kosningu í hverfum Reykjavíkurborgar. Að lokum fer fram rafræn kosning. Sigurhugmyndirnar eru svo hannaðar áfram, boðnar út og framkvæmdar. 

Annað sem er gott að hafa í huga

  • Er hugmyndin á opnu svæði í borgarlandinu?
    Til að athuga hvort staðsetning hugmyndar sé í borgarlandi er hægt að opna Borgarvefsjá, fara í valmynd uppi í vinstra horni, velja þar "Hús og lóðir" og haka við "Lóðamörk''. 
    Sjá Borgarvefsjá
  • Er hugmyndin mín nokkuð of dýr?
    Einnig er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöðvar í hverfunum eða þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 og óska eftir aðstoð. 

Hvað ef ég get ekki notað vefinn?

Þau sem ekki geta sett fram hugmyndir á vefinn, svo sem vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á hverfidmitt@reykjavik.is eða með pósti stíluðum á Hverfið mitt, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við miðstöðvar Reykjavíkurborgar eða þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 og óska eftir aðstoð.