Ærslabelgur á Klambratún

Hverfi: Hlíðar

2022–2023, Opin svæði—Leiksvæði
Áhugakönnun: 89% jákvæð af 97
  • 28. nóvember 2022

    Í vinnslu

  • 7. febrúar 2023

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 7. mars 2023

    Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

  • 6. september 2023

    Í kosningu

  • 29. september 2023

    Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

Ærslabelgur á Klambratún

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að setja upp lítinn ærslabelg við leiksvæðið.

Upprunalegur texti höfundar

Ærslabelgir hafa nú verið settir upp víða á höfuðborgarsvæðinu en það er langt að sækja þá fyrir börn í okkar ágæta hverfi (það er einn lítill við bókasafnið í Kringlunni en þegar börnin eru komin með aldur til að fara þangað ein eru þau vaxin upp úr honum).

Nú hefur mikil fegrun átt sér stað á Klambratúni en þar er nóg pláss enn austan megin þar sem nú er kominn klifurturn og fótboltavöllur. Með myndarlegum ærslabelg myndi það pláss nýtast enn betur og trekkja fleiri að án þess að af því væri mikil truflun þar sem belgurinn væri þá ekki ofan í næstu nágrönnum.