Vistlegri Meistaravellir

Hverfi: Vesturbær

2022–2023, Samgöngumál—Götur
Áhugakönnun: 93% jákvæð af 69
  • 7. desember 2022

    Í vinnslu

  • 8. febrúar 2023

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 7. mars 2023

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 22. mars 2023

    Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

  • 6. september 2023

    Í kosningu

  • 29. september 2023

    Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

Vistlegri Meistaravellir

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að gera Meistaravelli vistlegri með plöntum og trjám.

Upprunalegur texti höfundar

Gatan meistaravellir er í dag tvíbreið gata með breiðu miðsvæði. Lítill gróður er við götuna og aðeins ein gangbraut liggur yfir hana. Mikilvægt er að auka öryggi við götuna fyrir gangandi vegfarendur m.a. vegna þess að tvær strætóstoppistöðvar eru við hana. Aukinn gróður myndi einnig bæta umhverfi götunnar og veita skjól. Lagt er til að miðsvæðið verði fjarlægt og gatan þrengd, trjám plantað beggja vegna götunnar og gangbrautum fjölgað.